HYALURONIC SERUM

Mynd: simplynspecial

Hyaluronic serumið frá Evolve er gjörsamlega búið að slá í gegn!

Þegar ég uppgötvaði Evolve þá var þetta ein af fyrstu vörunum sem ég prófaði. Ég hafði leitað þó nokkuð lengi að hyaluronic sýru sem væri algerlega náttúruleg og hrein. Ég byrjað að nota serumið í vor og sá strax mun á húðinni og mikinn mun í ágúst þ.e. þremur mánuðum seinna. Húðin var ferskari, mýkri og línurnar á hálsinum orðnar miklu grynnri. 

Serumið er eins og þunnt gel sem fer fljótt inn í húðina. Ilmurinn af rós er mildur en ekki áberandi. Sameindir í hyaluronic sýrunni geta haldið 1000 sinnum þyngd sýna af raka sem gerir það að verkum að húðin er ávallt rök og mjúk. Með tímanum fyllir hyaluronic sýran upp í fínar línur og hrukkur og gerir húðina áferðar fallegri. Serumið inniheldur einnig lífrænt þykkni úr granateplum sem hjálpar frumum að endurnýja sig hraðar.

Vörurnar eru handgerðar og vegan, útbúnar úr „superfoods“ og gerðar í litlu mæli til að tryggja ferskleika þeirra. Evolve serumið og rakakremið er alveg búið að bjarga húðinni minni í vetur með því að mýkja og vernda hana þrátt fyrir mikinn kulda og frost.

-Margrét