S5 SKINCARE

S5 Skincare er framleitt af sömu konum og gera Evolve vörurnar. S5 vörurnar eru lífrænar og vegan. Munurinn á S5 Skincare er að merkið leggur áherslu á að gera vörur fyrir 5 húðgerðir. Bólótta húð, eldri húð, viðkvæma húð, þurra húð og líflausa húð og húð sem hefur bletti/öldrunarbletti.

Hér er Laura eigandi fyrirtækisins að sýna hvernig er gott að nota Nourish Cleanser. Sjálf er ég búin með tvo brúsa af hreinsinum og finnst hann með eindæmum góður og virðist duga heila eilífð. Hreinsinn á að nota á þurra húð. Hann tekur allan farða og augnmálningu líka.  Hann er mildur en áhrifaríkur og ilmar einstaklega vel. 

-Margrét