SKIN FOOD

Ef það er eitthvað krem sem er „must“ að eiga í snyrtibuddunni þá er það gamla góða Skin Food kremið frá Weleda. Kremið var fyrst framleitt árið 1926 og er orðin klassík og notað af fagfólki í tískubransanum og stjörnum eins og Victoria Beckham, Julia Roberts, Madonna og Alexa Chung. Rihanna hefur meira að segja pantað nokkrar túpur sem hún tekur með í handsnyrtingu.

Kremið er 100% náttúrulegt og inniheldur blöndu af camilliu olíu, calendula, Chamomile, Pandy og Sweet Almond olíu til að mýkja og næra húðina. Það eru engin óæskileg innihaldsefni eins og paraben, geymsluefni, litarefni né ilmefni. Kremið líkist helst smyrsli þar sem það er frekar þykkt en samt gengur það hratt og vel inn í húðina. Skin Food er fjölnota og ekki eingöngu á andlit heldur einnig fyrir þurra húð á höndum og fótum, á olnboga og hné. Sem bossakrem og á exem, naglabönd og þurra hárenda. Frábært sem næturmaski fyrir þurra húð og auðvitað sem rakakrem og/eða primer undir farða. Einnig er fallegt að dúbba kreminu á kinnbein til að fá náttúrulegan ljóma án glimmers og sanseringu.

Smá tip! Það er æðislegt að blanda kreminu saman við Aussie Bronzer brúnkukremið eða við Savvy Minerals steinefnapúðrið til að fá meiri þekju. Báðar þessar vörur koma inn á M Store á næstu dögum.