Redwood

Lagerstaða: Til á lager
3.290 kr.

Make Up Store býður upp á mikið úrval af fallegum varalitum. Varalitirnir eru ýmist fáanlegir með glossáferð, sanseraðir, glitrandi, kremaðir eða mattir.

Varalitirnir innihalda Shea Butter og avókadóolíu sem mýkir varirnar og nærir. Notaðu hyljara í kringum varirnar og varablýant og berðu síðan varalitinn á með bursta #111. Til að fá þrýstnari varir er hægt að bera Lip Plumper X-treme á varirnar, áður en varaliturinn er borinn á. Til að festa varalitinn er upplagt að lakka yfir með Lip Sealer vökvanum.

Megin innihald

Avókadóolía: Mýkir yfirborð varanna, verndar gegn umhverfinu og viðheldur raka. Mýkir og styrkir, sérstaklega gott fyrir þurra og viðkvæma húð.

Býfluguvax: Mýkir, ver, stíflar ekki svitaholur.

E vítamín (Tocopheryl Acetate): Bindur og viðheldur raka.

Jojobaolía: Rakagefandi og viðheldur raka.

Shea Butter: Mýkjandi, rakagefandi og verndar. Er einnig bólgueyðandi.