ROSE-MARIE SWIFT


Myndir: Allure, Glamour, Vogue etc.

Rose-Marie Swift (RMS) hefur verið förðunarmeistari í yfir 35 ár. Verk hennar hafa birst í Vogue, W, Harper's Bazaar, I.D., Allure, Marie Claire, Glamour, Interview, Elle og fl. Hún hefur farðað fyrir auglýsingarherferðir hjá stærðstu hönnuðum heims. Hún er förðunarmeistari fyrir Gisele Bunchen, Miranda Kerr, Tilda Swinton, Demi Moore og fleiri. Möppuna hennar er hægt að sjá hér

Fyrir nokkrum árum fór Rose-Marie að upplifa heilsufarsvandamál sem ullu henni vanlíðan bæði líkamlega og andlega. Eftir mörg prófum komst hún að því að blóðið hennar innihélt eitrað magn af þungmálmum þ.e. ál, baríum, kadmíum, blý og kvikasilfur. Auk mikils magns af skordýraeitri og öðrum kemískum efnum.

Rose-Marie var hissa þegar læknir spurði hana hvort hún starfaði í snyrtivörugeiranum því hún hafði ekki hugmynd um að snyrtivörur gæti stuðlað að heilsufarsvandamálum. Eftir margra ára uppbyggingu á eigin heilsu vildi Rose-Marie hjálpa öðrum að fá tækifæri á að nota hollar snyrtivörur. Til að ná þessu markmiði skapaði hún RMS Beauty, sem er þekkt fyrir vandaðar hreinar snyrtivörur.

Rose-Marie er talsmaður kvenna sem vinna á móti eiturefnum í snyrtivörum. Hún stofnaði vefsíðu sem heitir Beauty Truth til að fletta ofan af hættulegum snyrtivörum og skrifaði bókina Living Beauty: Feel Great með Lisa Petty. Hún kemur gjarnan fram í viðtölum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Rose-Marie heldur áfram að vinna í tískuiðnaðinum og notar RMS Beauty vörur á frægustu stjörnum heims.