Skilmálar
Afhending
Vörur sem pantaðar eru á vefnum eru sendar viðtakanda með póstinum. Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst fyrir innlendar pantanir en 4-12 virkir dagar fyrir erlendar pantanir.
Einnig er hægt að sækja pantanir á virkum dögum í Arctic Trading Company Skútuvogi 13a 104 Reykjavík á milli 10:00-15:00.
Greiðslur
Hægt er að greiða pantanir með millifærslu, kreditkorti, debetkorti eða netgíró. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda er tryggt.
Sendingarkostnaður
Innanlands:
Sendingarkostnaður innanlands er frír sé verslað fyrir meira en 10.000 kr. Einnig er hægt að fá vörurnar sendar á pósthús fyrir 490 kr.
Utan Íslands:
Fyrir erlendar pantanir bætist við 2.900 krónur í sendingarkostnað og hægt verður að sækja á nálægu pósthúsi.
Skilaréttur
Samkvæmt lögum nr. 46/200 um húsgöngu- og fjarsölusamninga getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá pöntun með skriflegri yfirlýsingu. Ónotaðri vöru í upprunalegum umbúðum með innsigli má skila gegn endurgreiðslu innan 14 daga.
Virðisaukaskattur
Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti.
Fyrirvari
Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörur í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á tölvuskjá þínum vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir.
Öryggi
Greiðslugáttin fyrir greiðslur með kreditkorti er Borgun. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Trúnaður og persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. M.store mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar sem verða til við pantanir, né vista upplýsingar um þá sem panta lengur en ástæða er til.